top of page

Dagskrá Sagna 2024-2025

Í byrjun skólaárs geta börn á aldrinum 8-12 ára sent inn   stuttmyndahandrit, smásögu, leikritahandrit og  tónlist og texta.
Námskeiðið er ætlað kennurum um land all

Kennaranámskeið
19. september klukkan 14:30.

Netnámskeið haldið af Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar fyrir grunnskólakennara, starfsfólk bókasafna og frístundamiðstöðva. Þar var Söguverkefninið kynnt, fyrirlestrar, æfingar og umræður.  Leiðbeinendur voru Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, Blær Guðmundsdóttir og Eva Rún Þorgeirsdóttir.

borgarbokasafn_spongin.jpg

Sigursögur hitta Evu ritstjóra
15. febrúar og 1. mars.

Í Borgarbókasafninu í Spönginni hittu höfundar þeirra tuttugu sigursagna sem valdar voru í ár Evu Rún ristjóra Sagna.
Þar fóru þau yfir sögurnar sínar og áttu gott spjall við Evu varðandi vinnslu sagnanna. Á verðlaunahátíðinni 7. júní kemur svo í ljós hvaða tvær sögur bera sigur úr býtum. Sögurnar verða gefnar út 8. júní af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

 

Stuttmyndir Sagna

Upptökur á stuttmyndunum
lok apríl.

Sigurhandritin þrjú eru undirbúin, tekin upp og framleidd af KrakkaRÚV. Í ár oru það Einhyrningurinn og Kanínan eftir Máney Mist Arnþórsdóttur, Hvað er í gangi eftir Elísabetu Söru Kolsöe, Karítas Magnúsdóttur og Hlyn Axel Bjarkason og Óvæntar fréttir eftir Ástríði Grímu Ásgrímsdóttu. Handritin eru leikstýrð af Rosalie Rut Sigrúnardóttur.

Krakkarúv

Kosning Sagna á RÚV
23. apríl - 9. maí.

Kosningin Sagna er opin á vef RÚV frá
2. maí - 18. maí. Börnum boðið að kjósa það sem þeim finnst hafa skarað fram úr á sviði barnamenningar í mörgum mismunandi flokkum, meðal annars lag ársins,texta ársins, íslensku barnabók ársins, myndlýsing ársins, fjölskylduþáttur ársins, sýning ársins,  sjónvarpsstjarna ársins, talsett efni ársins og fleiri.

Skjámynd 2024-08-24 200303_edited_edited

Úgáfa RisastórraSmásagna
8. júní.

Þann 8. júní verða RisastórarSmásögur gefnar út sem rafbók á heimasíðu Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Í bókinni eru þær 20 sigursögur sem valdar voru í ár.

Sögur tónlist

Tónlistarnámskeið Sagna
9. 16. og 23 nóvember.

Borgarbókasafnið í samtarfi  við Sögur býður börnum að læra að búa til sitt eigið lag undir leiðsögn Ingvars Alfreðssonar.
Námskeiðið er þrjú skipti, klukkutíma í senn, kennt verður í litlum hópum.
Skráning er nauðsynleg á heimasíðu Borgarbókasafnsins.


 

bokaverdlaun_barnanna.PNG

Bókaverðlaun barnanna & Myndlýsing ársins
17. febrúar - 28 mars.

Börn í 1 . - 7. bekk kjósa sínar uppáhalds bækur og uppáhalds myndlýsingar á skóla- og almenningsbókasöfnum um allt land og á vef Borgarbókasafnsins. . Fimm efstu íslensku bækurnar í báðum flokkum munu börnin kjósa áfram í kosningu Sagna sem opnar á vef RÚV þann 2. maí.
 

lög Sagna

Sigurlög mæta í upptökustúdíó á RÚV
miðjan maí.

Sigurlögin þrjú eru undirbúin og tekin upp í stúdíói á RÚV undir handleiðslu Ingvars Alfreðssonar ásamt söngvurum og tökuteymi RÚV sem fylgist með ferlinu. Í ár voru það Björgum Íslensku eftir Þórunni Obbu Gunnarsdóttur, Ekki gefast upp eftir Hönnu Rún Einarsdóttur og Strætóinn sem aldrei kom eftir Hákon Geir Snorrason.

Borgarleikhús

Tilnefningarathöfn Sagna
28. maí klukkan 17:00-18:00.

Miðvikudaginn 28. maí fer fram tilnefningarhátíð Sagna í Borgarleikhúsinu
þar sem þau fimm hæstu úr kosningunni í öllum flokkum verða tilkynnt.

2024-spotify-brand-assets-media-kit.jpg

Sigurlögin gefin út á Spotify
8. júní.

Þann 8. júní verða sigurlögin þrjú, 
 
Björgum Íslensku eftir Þórunni Obbu Gunnarsdóttur,
Ekki gefast upp eftir Hönnu Rún Einarsdóttur og Strætóinn sem aldrei kom eftir Hákon Geir Snorrason aðgengileg til hlustunar á streymisveitunni Spotify.

Krakkar skrifa

Fyrsti samlestur leikrita
11. febrúar.

​​Fyrsti samlestur sigurhandritunum þremur í ár fór fram í forsal Borgarleikhússins.
Verkin verða sýnd í Borgarleikhúsinu þann 10. apríl næstkomandi. Leikstjórar leikritanna eru Eva Halldóra Guðmundsdóttir, Steinunn Arinbjarnardóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir. Leikmynda- og búningahönnuður er Bryndís Ósk Ingvarsdóttir.

Krakkar skrifa

Krakkar skrifa í Borgarleikhúsinu
10. apríl klukkan 16:00 og 19:00.

Krakkar skrifa verður flutt á Nýja Sviði Borgarleikhússins þar sem sigurhandritin í ár
Aftur saman eftir Leu Rós da Silva, 
Öskur í fjarska eftir Eldeyju Vöku Björnsdóttur og Óvænt ferð á Keili eftir þær Brynju Rún Héðinsdóttur og Elly Margrete Sand Jespersdóttur. Leikritin verða flutt af Leiklistarskóla Borgarleikhússins.

barnamenningarhátíð sögur

 Leikrit á Barnamenningarhátíð
25. apríl klukkan 13:00-14:40.

Krakkar skrifa verður sýnt á vegum Barnamenningarhátíðar í Borgarleikhúsinu. Hátíðin býður upp á sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín og taka að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar. Frítt er inn á alla viðburði. 

Sögur verðlaunahátíð

Verðlaunahátíð Sagna
7. júní klukkan 19:55.

Þann 7. júní verður Sögur - verðlaunahátíð barnanna haldin með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu  og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV þann 7. júní kl 19:55.

allt saman.jpg

Opnað verður fyrir innsendingar
8. júní. 

Þann 8. júní opnar fyrir innsendingar fyrir skólaárið 2025 - 2026 í öllum flokkum. Dómnefnd fær afhendar innsendingarnar án persónurekjanlegra upplýsinga og velur efnilegustu innsendingarnar.Við mælum með að smella á Senda inn! hér á síðunni, styðjast við gátlistann og horfa á kennslumyndböndin með leiðbeiningum sem fylgja hverjum flokki.

bottom of page