top of page
Leikrit_BG[103780]_edited.png

Leikritahandrit

Sögur - verðlaunahátíð barnanna

Dómnefnd á vegum Borgarleikhússins velur efnilegustu leikritahandritin
sem flutt eru á sviði Borgarleikhússins. Það eru nemendur á lokaári Leiklistarskóla Borgarleikhússins sem leika og listrænir stjórnendur sýninganna eru starfandi listamenn við Borgarleikhúsið. Börn sem eiga sigurhandrit fá að fylgjast með æfingaferlinu. Ferlið hefst á því að þau eru boðuð í vinnusmiðju með leikstjórum þar sem handritin eru unnin áfram. Næst eru þau boðin á fyrsta samlestur með leikurum og eru að lokum boðin á sýninguna sjálfa.
Börnin sem eiga sigurhandritin fá Svaninn, verðlaunagrip Sagna, sem veittur er á Sögum - Verðlaunahátíð barnanna í beinni útsendingu hjá RÚV að vori.

Hér að neðan er hægt að horfa á myndbönd og skoða myndir frá sýningum, njótið vel!

Sigurhandrit 2023 - 2024:
Anna og óveðrið
Handritshöfundur: Þórunn Erla Gunnarsdóttir.
Leikritið Anna og óveðrið fjallar um Önnu sem býr í Skýjaborg. Hún fer með vinum sínum yfir í Brælubæ til að stoppa Storm. Stormur stýrir veðrinu og  vill alltaf hafa storm.

Dagbókin
Handritshöfundar: Bryndís Eir Sigurjónsdóttir, Bryndís Karlsdóttir Schram, Katla Einarsdóttir og Vigdís Brynjólfsdóttir.
Leikritið Dabókin fjallar um tvær vinkonur sem finna dagbók uppi á háalofti. Í dagbókinni er sagt frá því hvernig hægt er að sá álfa og huldufólk. Álfarnir frétta af þessu reyna að hindra þær í að segja frá Dagbókinni, því annars eru þeir ekki ósýnilegir meir. 

 

Miðvikudaginn 25. október 2023 voru Anna og óveðrið og Dabókin flutt á sviði Borgarleikhússins við frábærar undirtektir.

Nemendur á lokaári í Leiklistarskóla Borgarleikhússins ljáðu persónum verkanna líf undir dyggri stjórn Ylfu Aspar Áskelsdóttur og Bergdísar Jóhannsdóttur.

Sigurhandrit 2022 - 2023:
Dularfulla húsið
Handritshöfundar: Emilía Sif Sigþórsdóttir og Karítas Rós Jensdóttir.
Leikritið er um dularfullt hús. Börn fara úr skólanum til að kanna húsið og finna út að inni í húsinu er ekki allt eins og það á að vera.

Leyndardómur jarðaberjanna
Handritshöfundar: Sesar Ólafur Stefánsson og Sunna Stella Stefánsdóttir.
Leikritið er um jarðaberjaálfa sem lenda í ævintýrum. Einn daginn festast þeir og verða stórar fullvaxta manneskjur.

 

Miðvikudaginn 17. nóvember voru Dagbókin og Leyndardómur jarðaberjanna flutt á sviði Borgarleikhússins.

Nemendur á lokaári í Leiklistarskóla Borgarleikhússins ljáðu persónum verkanna líf undir dyggri stjórn Emelíu Antonsdóttur Crivello.

Sigurhandrit 2021-2022:
Álfrún álfkona
Handritshöfundur: Oktavía Gunnarsdóttir
Álfrún álfkona fjallar um tvær vinkonur sem lenda í skrautlegum ævintýrum þegar þær flækjast inn í helli sem reynist heimili danselskandi diskó-álfa. Stúlkunum reynist þrautinni þyngra að sleppa burt áður en þeim verður breytt í stein.

Undarlega eikartréð
Handritshöfundar: Rannveig Lovísa Guðmundsdóttir og Valentína Rún Ágústsdóttir.
Í Undarlega Eikartrénu fylgjumst við með vinum sem þurfa að sýna mikið hugrekki þegar þau lenda í landinu Lingklang þar sem vond norn hefur tekið völdin og þegnar landsins þurfa hjálp við sigra hana.

Miðvikudaginn 17. nóvember voru Álfrún álfkona og Undarlega eikartréð flutt á sviði Borgarleikhússins.

Nemendur á lokaári í Leiklistarskóla Borgarleikhússins ljáðu persónum verkanna líf undir dyggri stjórn Ylfu Aspar Áskelsdóttur og Bergdísar Jóhannsdóttur.

Sigurhandrit 2020 - 2021:
Skrímslalíf
Handritshöfundur: Eyþór Valur Friðlaugsson.

​Skrímslalíf fjallar um mannsbarnið Sigurð sem fæðist óvænt inn í heim skrímsla. Sigurðar þarf að sýna hugrekki til þess að geta barist fyrir friði og réttlæti.

Tímaflakkið mikla
Handritshöfundar: Júlía Dís Gylfadóttir, Kristbjörg Katla Hinriksdóttir og Þórey Hreinsdóttir.

 Í Tímaflakkinu mikla fylgjumst við með tvíburasystrunum Írisi og Ídu sem uppgötva tímavél ömmu sinnar og fara á tímaflakk. Þær ferðast inn í framtíðina og sjá hvað mannfólkið hefur gert jörðinni en þær ferðast líka til ársins 1918 þegar Spænska veikin geisaði.

þann 28. janúar 2021 voruleikritin flutt á Nýja sviði Borgarleikhússins og uppselt var á sýningarnar.
Leikstjórn var í höndum Emelíu Antonsdóttur Crivello.
Sigurhandrit  2019 - 2020:
Töfraperlan
Handritshöfundar: Óli Kalddal og Magdalena Andradóttir.

Töfraperlan er um fjölskyldu sem fer í Perluna. Börnin finna leynigöng þar sem leynast miklir töfrar.

Ótti
Handritshöfundar: Rannveig Lovísa Guðmundsdóttir og Valentína Rún Ágústsdóttir.
Ótti er um Mafíustjóra og heimilislausa konu sem kynnast.
Sigurhandrit 2018 - 2019:
Friðþjófur á geimflakki
Handritshöfundur: Sunna Stella Stefánsdóttir

Tölvuvírusinn
Handritshöfundur: Iðunn Ólöf Bentsen
bottom of page