top of page
Tónlistarnámskeið Sagna og Borgarbókasafnsins 2024

Borgarbókasafnið í samstarfi  við Sögur býður börnum að læra að búa til sitt eigið lag undir leiðsögn Ingvars Alfreðssonar. Námskeiðið er þrjú skipti, klukkutíma í senn, kennt verður í litlum hópum.
 

Kennt verður sunnudagana 9.  16. og 23. nóvember. 

Hópur 1: kl. 11:15-12:15 - FULLBÓKAÐ
Hópur 2: kl. 12:15-13:15
Hópur 3:
kl. 13:15-14:15

Námskeiðslýsing:

  • 9. nóvember: Farið er yfir grunn í tónlistar- og textagerð og í hugmyndavinnu

  • 16. nóvember: Börnin vinna að tónlist sinni undir leiðsögn Ingvars

  • 23. nóvember: Börnin leggja lokahönd á lagið sitt og undirbúa það til sendingar í samkeppni Sagna

    Ef plássin fyllast í fyrri hópum munum við bæta við þriðja hópnum svo við hvetjum foreldra til að skrá börnin sín á biðlista ef námskeiðið er fullbókað.
     

Ingvar Alfreðsson er sjálfstætt starfandi tónlistamaður, píanóleikari, útsetjari og höfundur. Hann útskrifaðist úr frá Berklee College og Music í Boston, þar sem hann lauk námi í “Contemporary Writing and Production”- sem er blanda af úsetningum, upptökustjórn og lagasmíðum. Hann hefur víða komið við sem hljóðfæraleikari, bæði á sviði og í sjónvarpi og er til að mynda hljómsveitastjóri og útsetjari Fiskidagstónleikana á Dalvík, auk annarra stórtónleika. Hann kennir upptökustjórn og samspil Í MÍT og FÍH og starfar einnig sem meðleikari í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz. Þá stjórnar hann barna- og unglingakórum Vídalínskirkju sem og Gospelkór Jóns Vídalíns.

Námskeið fyrir grunnskólakennara, starfsfólk bókasafna og frístundamiðstöðva 2024

Horfa á námskeiðið:
Hægt er að horfa á námskeiðið sem fram fór 19.09.24 með því að smella hér

Það er aðgengilegt til 30.12.24.
Frekari fyrirspurnir varðandi sögugerð er hægt að senda á Evu Rún og Blævi í gegnum netfangið
sogusmidjan@gmail.com 

Inntak:
Kynning á Söguverkefninu, fyrirlestur, æfingar og umræður. Námskeiðið fjallar um hvernig hægt er að vinna með og virkja börn í 3. - 7. bekk til að semja sögur, handrit eða lag og texta.

 

Markhópur:
Kennara á yngsta- og miðstigi, starfsfólk bókasafna og frístundamiðstöðva um allt land.

 

Leiðbeinendur:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu,
Blær Guðmundsdóttir, barnabókahöfundur og myndhöfundur,
Eva Rún Þorgeirsdóttur, rithöfundur og verkefnastjóri.

 

Námskeiðið:
Er eitt skipti á netinu og fer fram 19. september og mun námskeiðið hefjast klukkan 14:30.
Námskeiðið stendur í 45 mínútur og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

Lýsing:
Ingibjörg segir frá fyrirkomulagi verkefnisins, þátttökumöguleikum og verðlaunahátíðinni.
Eva og Blær hafa mikla reynslu af ritsmiðjum með börnum. Þær munu miðla úr verkfærakistu sinni góðum ráðum um hvernig hægt er að virkja börn í sagnagerð.

 

Markmið:
Að miðla aðferðum og leiðum til að virkja ímyndunarafl barna við að semja sögur.

Bjóðum börnum að sjá og upplifa hvað getur orðið úr hugmyndum þeirra!

 

Skráning:
Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella á hnappinn hér að neðan.
Skráðir fá sendan tengil á námskeiðið í tölvupósti.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda á sogur.verkefnastjorn@gmail.com

bottom of page